UM BOHEMIA

Bohemískur kristall hefur verið handgerður í Bohemia héraði í Tékklandi síðan á 16. öld. Kristallinn er þekktur á heimsvísu fyrir fágað og fallegt yfirbragð sem og mikil gæði. 

Við hjá Bohemia.is sérhæfum okkur í innflutning á tékkneskum kristal og eru okkar helstu samstarfsaðilar til dæmis Moser, Dechem, ShardArt ásamt öðrum hágæða kristalgerðaframleiðendum. Ýmist eru vörur sérpantaðar og er afgreiðslutími þeirra um 2-3 vikur eða við eigum þær til á lager og þá afgreiðum við allar pantanir innan 3 daga. Lagerstaða kemur alltaf fram undir vörulýsingu hverrar vöru.

Ef það vakna einhverjar spurningar, til dæmis ef þú óskar eftir grip sem er ekki fáanlegur á síðunni okkar, þá má alltaf heyra í okkur. Við vinnum náið með okkar samstarfsaðilum og getum uppfyllt flestar óskir. 

Sendu okkur fyrirspurn á [email protected] og við svörum innan 24 klst.

Kristalgerð er ein elsta og mikilvægasta framleiðslugrein Tékklands en iðnaðurinn byggir ekki einungis á aldagamalli hefð og reynslu heldur einnig á rótgrónu handverki og tæknikunnáttu í bland við listræna hæfileika sem er dáðst að út um allan heim.

HEIMSENDING

Við sendum allar pantanir fyrir 20.000 kr. frítt heim að dyrum!

RÁÐGJÖF

Við svörum öllum fyrirspurnum innan 24 tíma.

SKILAFRESTUR

Ekki eins og þú sást vöruna fyrir þér? Ekkert mál, þú hefur 14 daga skilafrest!

GREIÐSLUR

Við tökum við greiðslum í gegnum greiðslugátt SaltPay & Netgíró

Kristal framleiðendur hljóta sérstaka menntun í skólum sem eiga enga sína líka í heiminum og var fyrsti skólinn stofnaður árið 1856 í Kamenicky Senov, Norður Bóhemíu. Sérfræðingar í þessum skólum sjá til þess að koma þekkingu sinni og reynslu áfram til nemenda sem skilar sér í vönduðu handverki sem fegrar hvaða rými sem er.

moser vyroba2
moser vyroba 3
Screenshot-2023-03-06-at-12.33.55